mobile navigation trigger mobile search trigger
19.05.2014

Forstöðukona kvödd

Hanna Björg Reynisdóttir, fyrrverandi forstöðukona félagsmiðstöðvarinnar Atóm á Norðfirði, var með sína síðustu félagsmiðstöðvaropnun í seinustu viku. Hún hefur nú látið af störfum og flutt aftur heim til Bolungarvíkur.

 

 

Forstöðukona kvödd

Hanna Björg starfaði sem forstöðukona Atóm í eitt ár en á þeim stutta tíma var hún alveg meiriháttar kraftmikil og með mikla dagskrá í boði fyrir krakkana. Mætingin var nánast alltaf góð auk þess sem hún tengdist krökkunum sterkum tilfinningaböndum.

Þegar krakkarnir í unglingadeildinni í Nesskóla fengu fregnir af því að Hanna væri að hætta skipulögðu þau fyrir hana óvænta kveðjuveislu. Á síðustu formlegu opnun vetrarins létu þau til skarar skríða. Ein stelpan úr hópnum mætti snemma og afvegaleiddi Hönnu þannig að hún tók ekki eftir því þegar hópurinn smyglaði sér inn og faldi sig í dansalnum. Þegar allir höfðu komið sér fyrir bauð stúlkan Hönnu inn í dansal þar sem krakkarnir tóku á móti henni með köku og fallegum kveðjukortum.

Frétta og viðburðayfirlit