mobile navigation trigger mobile search trigger
18.06.2014

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar Fjarðabyggðar

Á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar, sem haldinn var í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði á þjóðhátíðardaginn 17.júní, var m.a. kosinn forseti bæjarstjórnar, kosið í bæjarráð og samþykkt að ráða Pál Björgvin Guðmundsson sem bæjarstjóra.

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar Fjarðabyggðar
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar ásamt bæjarstjóra (f.v.) Páll Björgvin, Kristín, Pálína, Eiður, Jens Garðar, Jón Björn, Elvar, Esther Ösp, Eydís og Valdimar.

Á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar, sem haldinn var í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði á þjóðhátíðardaginn 17.júní, var m.a. kosinn forseti bæjarstjórnar, kosið í bæjarráð og samþykkt að ráða Pál Björgvin Guðmundsson sem bæjarstjóra.

Á fundinum var Jón Björn Hákonarson kosinn forseti bæjarstjórnar, Jens Garðar Helgason 1.varaforseti og Elvar Jónsson 2.varaforseti. Í bæjarráð voru kosin þau Jens Garðar Helgason, Jón Björn Hákonarson og Eydís Ásbjörnsdóttir. Bæjarstjórn samþykkti að ráð Pál Björgvin Guðmundsson sem bæjarstjóra til næstu fjögurra ára. 

Þar sem liggur fyrir að nefndaskipan sveitarfélagsins breytist þá var samþykktum um stjórn Fjarðabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar auk erindisbréfa þriggja fastanefnda vísað til annarar umræðu í bæjarstjórn að viku liðinni. 

Í bæjarstjórn kjörtímabilið 2014 – 2018 sitja f.h. Framsóknarflokks þau Jón Björn Hákonarson, Eiður Ragnarsson og Pálína Margeirsdóttir, f.h. Fjarðalistans þau Elvar Jónsson, Eydís Ásbjörnsdóttir og Esther Ösp Gunnarsdóttir og f.h. Sjálfstæðisflokks þau Jens Garðar Helgason, Valdimar O. Hermannsson og Kristín Gestsdóttir.

Kristín, Pálína og Eiður eru að taka sæti í bæjarstjórn í fyrsta skipti en Eiður hefur verið varabæjarfulltrúi sl. tvö kjörtímabil.

Frétta og viðburðayfirlit