mobile navigation trigger mobile search trigger
21.03.2014

Gangagerðinni Fannardalsmeginn hleypt af stað

Gangagerð Norðfjarðarganga hefst með formlegum hætti laugardaginn 22. mars. Forvígismenn Fjarðabyggðar hleypa af því tilefni fyrstu sprengingunni af kl. 18:00 og eru allir velkomnir á staðinn. Bent er á að vegurinn að gangamunnanum hentar ekki fólksbílum. 

Gangagerðinni Fannardalsmeginn hleypt af stað

Gangagerð Norðfjarðarganga hefst með formlegum hætti Fannardalsmegin laugardaginn 22. mars. Forvígismenn Fjarðabyggðar fá þann heiður að hleypa af fyrstu sprengingunni kl. 18:00.

Einnig verður af þessu tilefni gengist fyrir lítilli athöfn í nafni heilagarar Barböru, verndardýrlingi námumanna að kaþólskum sið og líkneski af dýrlingnum komið fyrir innan við upphafsmörk jarðganganna.

Að athöfninni standa Metrostav og Suðurverk, verktakar Norðfjarðarganga.

Allir eru velkomnir á staðinn, en bent er á að vegurinn að gangamunnanum hentar ekki fólksbílum.

Þegar hefur verið sprengt fyrir munna jarðaganganna Fannardalsmegin og markar þessi fyrsta sprenging því upphaf sjálfrar gangagerðarinnar. Samkvæmt upplýsingasíðu Vegargerðarinnar á austurfrett.is hafa nú 940 metrar af göngunum verið grafnir út, sem samsvarar 12,5% af heildarlengd þeirra.

Fréttin uppfærð 22.03.2014/kl. 18:00.

Frétta og viðburðayfirlit