mobile navigation trigger mobile search trigger
29.06.2014

Göngu- og gleðivikan gengin upp

Göngu- og gleðivikunni Á fætur í Fjarðabyggð lauk í gærkvöld með sjóhúsgleði í Randulffssjóhúsi á Eskifirði. Góð aðsókn að viðburðum gönguvikunnar sló öll met og hafa aldrei fleiri hampað titlinum eftirsóknarverða Fjallagarpur Fjarðabyggðar.

Göngu- og gleðivikan gengin upp
Göngu- og gleðiviku Fjarðabyggðar lauk á ekta sjóhúsapartíi með Randúlfunum í Randulffssjóhúsi.

Á fætur í Fjarðabyggð lauk í gærkvöld með ekta sjóhúsgleði í anda göngu- og gleðivikunnar. Gleðin fór fram á Randulffssjóhúsi á Eskifirði við undirleik Randúlfanna. 

Góð aðsókn að viðburðum gönguvikunnar sló öll met. Fjallagarpar Fjarðabyggðar hafa sem dæmi aldrei verið fleiri eða 28 talsins, en þessum eftirsóknarverða titli hampa þeir sem klífa gönguvikufjöllin fimm.

Í boði voru hátt á fimmta tug viðburða, þar af 16 skipulagðar göngur sem skiptust m.a. í sögugöngur, fjölskyldugöngur og alvöru fjallgöngur. Lista- og skemmtihluti vikunnar var að þessu sinni unnin í samstarfi við leikkonuna góðkunnu Þórunni Clausen. Þá kom fram á vegum Hrynfarar / Rythmeför ungi fiðlusnillingurinn Hugo Hilde frá Álasundi í Noregi sem lék af mikilli snilld í 900 m hæð á toppi Goðatindar.

Hér að neðan má sjá svipmyndir úr sjóhúsapartíinu ásmt nokkrum göngum. 
Ljósmyndari er Andy Dennis.

Nálgast má myndir gönguvikunnar á vef Ferðafélags Fjarðamanna.

Fleiri myndir:
Göngu- og gleðivikan gengin upp
Göngu- og gleðivikan gengin upp
Göngu- og gleðivikan gengin upp
Göngu- og gleðivikan gengin upp
Göngu- og gleðivikan gengin upp
Göngu- og gleðivikan gengin upp

Frétta og viðburðayfirlit