mobile navigation trigger mobile search trigger
05.11.2014

Hrollvekja á hrekkajvöku

Hellirinn, félagsmiðstöðin á Fáskrúðsfirði, hélt nýlega upp á hrekkjavökuna með glæsilegu „Halloween partý“. Hrekkjavaka nýtur vaxandi vinsælda. Svolítill hrollur hæfir enda vel kuldatíð skammdegisins.

Hrollvekja á hrekkajvöku

Hellirinn, félagsmiðstöðin á Fáskrúðsfirði, hélt nýlega upp á hrekkjavökuna með glæsilegu „Halloween partý“. Hrekkjavaka nýtur vaxandi vinsælda. Svolítill hrollur hæfir enda vel kuldatíð skammdegisins.

Útbúinn var draugahellir og mætti unga fólkið vel undirbúið til leiks í viðeigandi búningum og hrikalega vel förðuð, eins og meðfylgjandi myndir bera með sé. Sagnaþulurinn Berglind Ósk Agnarsdóttir, sagði draugasögur og að sjálfsögðu var draugadrykkur á boðstólum. Einnig var farið í myrkrafeluleik og draugalegar kvikmyndir sýndar.

Eins og vera ber, stjórnaði Guðfinna Erlín Stefánsdóttir, forstöðukona Hellisins, þessari skemmtilegu hrekkjavöku sem hrikaleg fyrirmynd. Partýið fór fram á sjálfan hrekkjavökudaginn, 31. október sl.

Fleiri myndir:
Hrollvekja á hrekkajvöku
Hrollvekja á hrekkajvöku
Hrollvekja á hrekkajvöku
Hrollvekja á hrekkajvöku
Hrollvekja á hrekkajvöku

Frétta og viðburðayfirlit