mobile navigation trigger mobile search trigger
13.03.2014

Íþrótta- og tómstundastarf á fjölbreyttum grunni

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, undirritaði í dag samninga við þau sjö íþróttafélög í Fjarðabyggð sem reka eigin íþróttaaðstöðu. Samningarnir treysta aðgang íbúa, og þá sérstaklega ungs fólks, að öflugra og fjölbreyttara íþrótta- og tómstundastarfi.

Íþrótta- og tómstundastarf á fjölbreyttum grunni
Fulltrúar samningsaðila að undirritun lokinni í Krikju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði. Á myndina vantar fulltrúa kajakklúbbsins Kaj á Norðfirði.

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, undirritaði í dag samninga við þau sjö íþróttafélög í Fjarðabyggð sem reka eigin íþróttaaðstöðu. Samningarnir treyst aðgang íbúa, og þá sérstaklega ungs fólks, að öflugra og fjölbreyttara íþrótta- og tómstundastarfi.

Félögin sjö eru Golfklúbbur Norðfjarðar, Golfklúbbur Byggðarholts, Golfklúbbur Fjarðabyggðar, Hestamannafélagið Blær, Kajakklúbburinn Kaj, Skotíþróttafélagið Dreki og Vélhjóla- og íþróttafélag Fjarðabyggðar.

Samningarnir felast í styrkjum sem renna til uppbyggingar og rekstrar viðkomandi íþróttasvæða á næstu þremur árum. Auk þess sem íþróttafélögin kappkosta að byggja upp aðstöðu viðkomandi íþróttagreinar, mun hvert þeirra gangast fyrir reglubundnum sumarnámskeiðum fyrir börn. Styrktarfjárhæð hvers árs nemur um 10 milljónum króna og verður á samningstímanum alls 31,5 milljón króna varið í uppbyggingar- og rekstrarstyrki.

Páll Björgvin undirstrikaði mikilvægi íþróttafélaganna fyrir þann grunn sem íþrótta- og tómstundastarf í Fjarðabyggð byggir á og forvarnargildi. Fjölbreytni starfsins hafi áhrif á skírskotun þess og þátttöku almennings, ekki hvað síst ungs fólks. Mikilvægt sé fyrir samfélagið að kraftmikið og uppbyggjandi barna- og unglingastarf dafni, drifið áfram af áhugasömum sjálfboðliðum í samstarfi við foreldra. Við þetta starf vilji bæjarstjórn Fjarðabyggðar styðja sem mikilvægan þátt fyrir vöxt og viðgang samfélagsins.

Undirritunin fór fram í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði.

Sjá fréttatilkynningu frá Fjarðabyggð

Fleiri myndir:
Íþrótta- og tómstundastarf á fjölbreyttum grunni
Íþrótta- og tómstundastarf á fjölbreyttum grunni
Íþrótta- og tómstundastarf á fjölbreyttum grunni
Íþrótta- og tómstundastarf á fjölbreyttum grunni
Íþrótta- og tómstundastarf á fjölbreyttum grunni
Íþrótta- og tómstundastarf á fjölbreyttum grunni

Frétta og viðburðayfirlit