mobile navigation trigger mobile search trigger
28.06.2014

Jöfn og spennandi keppni

Átta efnilegir ungsöngvarar þreyttu frumraun sína í fyrstu Söngvarakeppni Austurlands, sem fór fram í kvöld í Félagslundi á Reyðarfirði. Jóhanna Malen Skúladóttir sigraði eftir jafna og spennandi keppni, en verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin.

Jöfn og spennandi keppni
Sigurvegarar í fyrstu Söngvarakeppni Austurlands (f.v.) Vigdís Diljá Óskarsdóttir, Jóhanna Malen Skúladóttir og Eva Dröfn Jónsdóttir.

Átta efnilegir ungsöngvarar þreyttu frumraun sína í fyrstu Söngvarakeppni Austurlands, sem fór fram í kvöld í Félagslundi á Reyðarfirði. Keppnin var bæði jöfn og spennandi, en á endanum reyndist Jóhanna Malen Skúladóttir, frá Fljótsdal, hlutskörpust. Verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin og urðu Fjarðabúarnir Vigdís Diljá Óskarsdóttir og Eva Dröfn Jónsdóttir í öðru og þriðja sæti. 

Keppt var fyrir fullu húsi og stemningin eftir því rífandi góð. Dómnefnd keppninnar skipuðu Páll Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Andrea Borgþórsdóttir og Sigríður Vigdís Þórðardóttir. Í niðurstöðu sinni studdist nefndin við bæði söng og sviðsframkomu þátttakenda.  

Kynnir kvöldsins var Almar Blær Sigurjónsson og var tónlistarflutningur í öruggum höndum hljómsveitarinnar Kraðak. Að söngvarakeppninni stendur Tónleikafélag Reyðarfjarðar og er markmið hennar að vera ungu hæfileikafólki hvatning til frekari dáða á tónlistarsviðinu. Ágóði rennur til Krabbameinsfélags Austurlands.

Fleiri myndir:
Jöfn og spennandi keppni
Jöfn og spennandi keppni
Jöfn og spennandi keppni

Frétta og viðburðayfirlit