mobile navigation trigger mobile search trigger
29.08.2014

Lystigarðurinn í Neskaupstað 80 ára

Í ár eru liðin 80 ár frá því að Lystigarðurinn í Neskaupstað var stofnaður af Kvenfélaginu Nönnu.  Vegna þessara tímamóta hefur nú í sumar verið unnið að endurbótum á garðinum.  Hópur áhugafólks undir forystu Elínar Önnu Hermannsdóttir hefur unnið að ýmiskonar lagfæringum til þess að fegra garðinn enn frekar. 

Lystigarðurinn í Neskaupstað 80 ára

Í ár eru liðin 80 ár frá því að Lystigarðurinn í Neskaupstað var stofnaður af Kvenfélaginu Nönnu.  Vegna þessara tímamóta hefur nú í sumar verið unnið að endurbótum á garðinum.  Hópur áhugafólks undir forystu Elínar Önnu Hermannsdóttir hefur unnið að ýmiskonar lagfæringum til þess að fegra garðinn enn frekar.  Hópurinn hefur með fjárstuðningi frá Samvinnufélagi Útgerðarmanna í Neskaupstað látið lagfæra gosbrunn garðsins en einnig hafa beð og stígar verið lagfærir.  Þá hafa verið keyptir garðbekkir til þess að tilla sér á.   Öllu því áhugasama fólki sem komið hefur að verkinu er þakkað fyrir þeirra framlag.

Rétt er að brýna fyrir unglingum, og foreldrum þeirra, að ganga um garðsvæðið með virðingu en því miður hefur borið á skemmdarverkum í garðinum undanfarið.

Frétta og viðburðayfirlit