mobile navigation trigger mobile search trigger
28.03.2019

Efnisnám

Malarvinnsla er umfangsmikil starfsemi í sveitarfélaginu enda er eftirspurn eftir jarðaefnum talsverð vegna framkvæmda á vegum hins opinbera, fyrirtækja sem og einkaaðila. Slíkur iðnaður er því mikilvægur fyrir þróun samfélagsins.

Efnisnám

Malarnám hefur í för með sér brottnám jarðefnis og vistkerfa sem þar er að finna. Það er afskaplega mikilvægt að þeir sem á einhvern hátt vinna að efnistöku, virði ferla leyfisumsókna sem tengdir eru malarnámi. Leyfisumsóknum er ætlað að sjá til þess að vistkerfin verði fyrir sem minnstum skaða af þeirri framkvæmd sem um ræðir hverju sinni, enda getur slíkt tap haft neikvæð áhrif á þróun samfélaga. Leyfisferlar malarnáms fara eftir gerð þeirra vistkerfa sem efnisnámið hefur áhrif á, s.d. sé malanámið í og við ár ber fyrst að sækja um leyfi til Fiskistofu o.s.frv.

Í Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 er kveðið á um að öll efnistaka og vinnsla skuli fara fram með skipulegum hætti og í samræmi við leyfi þar um. Á bls. 66 í kafla 9.1.7. - Efnistökusvæði, eru talin upp þau svæði þar sem heimilt er að sækja um leyfi til efnistöku. Efnistaka á öðrum svæðum en tilgreind er í Aðalskipulaginu er óheimil. Undantekning frá þessu er þó efnistaka til eigin nota á lanbúnaðarsvæði, en um slíka efnistöku geta þó átt við önnur lög, s.s. lög um náttúruvernd o.fl. 

Sveitarfélagið vill benda á að allt eftirlit með malarnámum innan marka Fjarðabyggðar, óháð eignastöðu svæðanna, er hjá umhverfis- og skipulagssviði. Mikilvægt er að þeir sem vinna við malarvinnslu hafi til þess tilskilin leyfi. Sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs, ásamt umhverfisstjóra, eru reiðubúin að liðsinna landeigendum og/eða þeim sem eru að huga að malarvinnslu, við leyfisumsóknaferlið. Leyfisferlar eru mislangir og því þarft að huga strax að efnistökumálum í upphafi skipulags framkvæmda.

Efnistaka og leyfisferlar

Umhverfis- og framkvæmdasvið 28.mars 2019

Valur Sveinsson, sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs

valur.sveinsson@fjardabyggd.is

Anna Berg, umhverfisstjóri

anna.berg@fjardabyggd.is

Sími 470 9000

Frétta og viðburðayfirlit