mobile navigation trigger mobile search trigger
29.05.2014

Metþátttaka í götuþríþrautinni í ár

Metþátttaka er í árlegu götuþríþrautinni, sem fram fer á Eskifirði laugardaginn fyrir sjómannadaginn, en alls hafa 87 skráð sig til leiks. Keppnin hefst kl. 8:00 árdegis og lýkur kl. 13:00. Sem fyrr rennur allur ágóði til uppbyggilegs starfs ungs fólks á Austurlandi.

Metþátttaka í götuþríþrautinni í ár
Svipmynd úr götuþríþrautinni á síðasta ári.
Hin árlega götuþríþraut fer fram á  Eskifirði um sjómannadagshelgina, laugardaginn 31.maí frá klukkan 8:00 – 13:00. Þetta er í fimmta skipti sem keppnin fer fram og er hún sniðin bæði fyrir börn og fullorðna.

Alls eru 87 þátttakendur skráðir til leiks og hafa þeir aldrei verið fleiri.

Keppt í sundi, hjólreiðum og hlaupi í nokkrum flokkum, barna og fullorðinna, bæði í einstaklings- og liðakeppni.
Einnig er fjölskylduflokkur þar sem börn geta tekið þátt í liði með einum fullorðnum.

Gríðarlega mikil stemning hefur myndast hjá fjölskyldum að taka þátt og gaman að sjá börn og fullorðna taka þátt saman, í viðburði sem slíkum.

Keppnin hefur heppnast gríðarlega vel síðustu 4 ár og eru þátttakendur alls staðar að af landinu þó mest héðan af Austurlandi.

Það er áhugafólk sem stendur fyrir viðburðinum og rennur allur ágóði til uppbyggilegs starfs ungs fólks á Austurlandi, nú æskulýðsfélaga Þjóðkirkjunnar.

Flokkar sem keppt er í:
Super sprint (ætlað börnum og liðakeppni) 
  • 400 m sund 
  • 10 km hjól
  • 2,5 km hlaup 
Ætlað börnum sem hafa lokið 1. bekk til þeirra sem hafa lokið 7. bekk. Hámark 1 fullorðinn í liði (fullorðinn miðast við einstakling sem hefur lokið 8. bekk).
Sprint (Einstaklings og liðakeppni)
  • 750 m sund 
  • 20 km hjól
  • 5 km hlaup
Olympic (Einstaklings og liðakeppni)
  • 1500 m sund
  • 40 km hjól
  • 10 km hlaup
Nánari upplýsingar á gotu3.com eða hjá Díönu Mjöll í síma 893 4936.
 

Frétta og viðburðayfirlit