mobile navigation trigger mobile search trigger
10.09.2014

Mikilvægt að fylgjast með aðstæðum

Íbúar á Austurlandi eru beðnir um að fylgjast vel með aðstæðum. Loftmengun frá gosstöðvunum við Bárðabungu lýsir sér sem blá móða og ættu börn og þeir sem eru viðkvæmir fyrir að vera innandyra með lokaða glugga þegar svo er. Fylgjast má með loftgæðamælingum á netinu.

Mikilvægt að fylgjast með aðstæðum

Íbúar á Austurlandi eru beðnir um að fylgjast vel með og meta aðstæður vegna mengunar frá gosstöðvum við Bárðabungu, sem er loftborin og ræðast af vindátt hverju sinni.

Mengun af völdum brennisteinstvíildis (SO2) lýsir sér sem blá móða eða slikja. Mikilvægt er að forðast áreynslu á öndurfæri þegar svo er. Öndun um nef í stað munns dregur úr áhrifum loftmengunar.

Umhverfisstofnun sendi frá sér áríðandi tilkynningu í dag, en hæstu gildi frá upphafi mælinga komu fram síðdegis á Reyðarfirði. Það mesta gekk hratt niður en óvist er um framhald. Gildi hafa einnig mælst há á Egilsstöðum.

Um aðra þéttbýlisstaði en Reyðarfjörð og Egilsstaði er ekki vitað þar sem mælingar eru ekki til staðar. Þess vegna er mikilvægt að íbúar um allt Austurland meti jafnóðum aðstæður og fylgist með því hvort blá móða eða slikja sé utan dyra. 

Samkvæmt ráðleggingum Umhverfisstofnunar og sóttvarnarlæknis ber að forðast mikla áreynslu utan dyra þegar gildi eru há í lofti. Börnum og þeir sem eru viðkvæmir fyrir ættu að vera innandyra með glugga lokaða. Einnig er ráðlagt að slökkva á loftræstingu þar sem hún er og tekur loft inn að utan. 

Nánar um viðbrögð við háum loftgildum brennisteinstvíildis

Fylgjast má með loftgæðamælingum á netinu. Til að nálgast mælingar á Reyðarfirði, má smella á hlekkinn hér fyrir neðan (sjá skoða vöktun neðst til hægri og smella á Reyðarfjörður opinn).  

Alcoa Fjarðaál vaktar öllu jöfnu loftgæði á Reyðarfirði með á fjórum loftgæðamælum. Einn af þeim hefur verið lánaður á Egilsstaði og má skoða mælingar á báðum stöðum í rauntíma. Með því að smella á miðgrafið til hægri á Reyðarfjarðarsíðunni má sjá betur niðurstöður úr þeim þremur loftgæðamælum sem þar eru.

Viðvörunarmörk brennisteinstvíildis í lofti eru 500 míkrógrömm á rúmmetra.

Mælingar í rauntíma á brennisteinstvíildi í Reyðarfirði

Loftgæðamælingar

Frétt á RÚV - Fólk verður að treysta á eigið sjómat

 

Frétta og viðburðayfirlit