mobile navigation trigger mobile search trigger
25.03.2014

Náttúrunnar ramma afl

Minniháttar hamfarir hafa átt sér stað, þegar stærðar björg féllu úr Sauðatindi, yst í norðanverðum Reyðarfirði. Þessi skemmtilega ljósmynd var tekin skömmu eftir átökin og má glöggt sjá hvar fleygast hefur úr klettabelti tindsins.

Náttúrunnar ramma afl
Stærðar sár sýnir hvar fleygast hefur úr Sauðatindi. Ljósmynd: Róbert Beck.

Minniháttar hamfarir hafa átt sér stað, þegar stærðar björg féllu úr Sauðatindi, yst í norðanverðum Reyðarfirði. Þessi skemmtilega ljósmynd var tekin skömmu eftir átökin og má glöggt sjá hvar fleygast hefur úr klettabelti tindsins.

Myndin var tekin af Róbert Beck þann 9. mars sl. en af ummerkjum að dæma var tiltölulega nýfallið úr bjarginu þegar hann koma þarna að ásamt göngufélaga sínum. Grjót var enn að hrynja til jarðar og sjórinn fyrir neðan enn brúleitur eftir átökin.

Líklega má rekja þá ógnarkrafta sem ég eru að verki megi til samspil vatns og frosts. Gera má ráð fyrir að náttúruöflin hafi enn ekki sagt sitt síðasta hér og er því ekki ráðlegt að ganga á þessum slóðum, sér í lagi ekki í leysingum.

Frétta og viðburðayfirlit