mobile navigation trigger mobile search trigger
20.11.2014

Nemendur tónlistarskólanna fjölmenna á fund bæjarstjórnar

Nemdur við tónlistarskóla Fjarðabyggðar létu í sér heyra við upphaf bæjarstjórnarfundar í dag. Mótmælti fjölmennur hópur, við lúðraþyt og bumbuslátt, að kennsla lægi enn niðri í tónlistarskólum vegna verkfalls.

Nemendur tónlistarskólanna fjölmenna á fund bæjarstjórnar
Nemendur tónlistarskólanna í Fjarðabyggð fjölmenntu á fund bæjarstjórnar til að mótmæla því að kennsla liggi enn niðri.

Nemdur við tónlistarskóla Fjarðabyggðar létu í sér heyra við upphaf bæjarstjórnarfundar í dag. Mótmælti fjölmennur hópur, við lúðraþyt og bumbuslátt, að kennsla lægi enn niðri í tónlistarskólum vegna verkfalls.

Forseti bæjarstjórnar Jón Björn Hákonarson, ásamt Páli Björgvini Guðmundssyni bæjarstjóra, tóku á móti hópnum og gerðu grein fyrir stöðu mála, en vonir eru bundnar við að samningar takist með nýju tilboði samninganefndar sveitarfélaga til Félags tónlistarkennara. Þá lýsti forseti í upphafi bæjarstjórnarfundar yfir áhyggjum af því hversu langvinnar deilurnar eru orðnar. Tónlistarskólar séu afar mikilvægur liður í fræðslumálum Fjarðabyggðar og skipa mikilvægan sess gagnvart bæði menningarlífi Fjarðabyggðar og mannlífi.

 

Frétta og viðburðayfirlit