mobile navigation trigger mobile search trigger
22.05.2014

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Hafdís Ágústsdóttir í 6.bekk Grunnskóla Reyðarfjarðar komst áfram í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna (NKG) með hugmynd sína; tölvuleikinn "Ólympíuleikarnir í fimleikum".

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna (NKG) hefst á haustin og lýkur á vorin með vinnusmiðju þar sem þátttakendur í úrslitum fá tækifæri til að útfæra hugmyndir sínar frekar með aðstoð leiðbeinenda frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík.

Úrslit í NKG 2014 liggja nú fyrir, um 1800 umsóknir bárust frá nemendum í 5., 6., og 7. bekk í  43 grunnskólum um allt land. Fulltrúar í matsferli keppninnar völdu  46 þátttakendur frá 19 skólum, út frá viðmiðum um raunsæi, hagnýti og nýnæmi.
Hafdís Ágústsdóttir í 6.bekk Grunnskóla Reyðarfjarðar, komst áfram með hugmynd sína "Ólympíuleikarnir í fimleikum" en það er tölvuleikur þar sem viðfangsefnið er ólympíuleikar í fimleikum.

Til hamingju Hafdís

Frétta og viðburðayfirlit