mobile navigation trigger mobile search trigger
16.01.2014

Nýtt lífshlaup að hefjast

Lífshlaupið verður ræst í sjöunda sinn miðvikudaginn 5. febrúar nk. Gera má ráð fyrir að fjöldi vinnustaða í Fjarðabyggð taki þátt í þessari landskeppni í hreyfingu, með hliðsjón af þátttökunni í sveitarfélaginu í síðustu lífshlaupum.

Nýtt lífshlaup að hefjast

Lífshlaupið verður ræst í sjöunda sinn miðvikudaginn 5. febrúar nk. Gera má ráð fyrir að fjöldi vinnustaða í Fjarðabyggð taki þátt í þessari landskeppni í hreyfingu, ef marka má þátttökuna í sveitarfélaginu í síðustu lífshlaupum.

Að Lífshlaupinu stendur Íþróttasamband Íslands og skiptist það að vanda í vinnustaðakeppni, grunnskólakeppni og einstaklingskeppni. 

Grunnskólakeppnin er ætluð þeim sem eru 15 ára og yngri og stendur til 18. febrúar, en vinnustaðakeppnin, sem er fyrir 16 ára og eldri, lýkur ekki fyrr en 25. febrúar. Þeir sem skrá sig í einstaklingskeppni geta á hinn bóginn fært inn sína hreyfingu allt árið um kring.

Markmið Lífshlaupsins er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig í starfi og leik. Þátttakendur skrá alla hreyfingu inn á vef Lífshlaupsins, svo framarlega sem hún fellur undir ráðleggingar frá Embætti landlæknis um hreyfingu.

Börnum og unglingum er ráðlagt að hreyfa sig í a.m.k. 60 mínútur á dag og fullorðnum í það minnsta 30 mínútur á dag.

Nánari upplýsingar og skráning

 

Frétta og viðburðayfirlit