mobile navigation trigger mobile search trigger
09.06.2014

Port de Gravelines heimsækir Fáskrúðsfjörð

Franska seglskútan Port de Gravelines kom eldsnemma í morgun til hafnar á Fáskrúðsfirði eftir níu daga siglingu frá Gravelines, vinabæ Fjarðabyggðar á norðurströnd Frakklands. Skútan hefur nokkurra daga viðdvöl í Fáskrúðsfjarðarhöfn áður en hún snýr aftur heim á leið.

Port de Gravelines heimsækir Fáskrúðsfjörð
Átta manna áhöfn sigldi með Port de Gravelines til Fáskrúðsfjarðar. Delassus skipstjóri er með aðra hönd á stýri lengst til hægri.

Franska seglskútan Port de Gravelines kom eldsnemma í morgun til hafnar á Fáskrúðsfirði eftir níu daga siglingu frá Gravelines, vinabæ Fjarðabyggðar á norðurströnd Frakklands. Skútan hefur tveggja daga viðdvöl áður en hún snýr aftur heim á leið.

Að sögn skipstjórans, Philippe Delassus, gekk siglingin hingað til lands eins og í sögu. Á leið sinni yfir Atlantshafið hafði báturinn viðkomu í Newcastle á Englandi og Þórshöfn í Færeyjum og tók sjálf siglingin til Fáskrúðsfjarðar aðeins sjö daga. 

Um borð er átta mannaa áhöfn og eru flestir þeirra að koma í fyrsta sinn til Íslands að skipstjóranum og einum áhafnarmeðlim undanskildum, en Delassus hefur siglt þrisvar sinnum áður hingað til lands sem þátttakandi í Skippers d'Islande, einu alþjóðlegu siglingakeppninni sem hefur farið fram við Ísland. Þrjár keppnir fóru fram á árunum 2000 til 2006 til að minnast franskra skútusjómanna sem sóttu Íslandsmið á 19. og 20. öld. Til stóð að keppnin færi fram á þriggja ára fresti en hún hefur legið í láginni frá árinu 2009 vegna ónógrar þátttöku.

Frá Fáskrúðfirði siglir Port de Gravelines til Reykjavíkur, þar sem áhfanaskipti fara fram áður en bátnum verður siglt til heimahafnar þann 22. júní. Skútan er í eigu Granvelinesborgar og var siglt til Íslands árið 2009 í Skippers d'Islande. 

Frétta og viðburðayfirlit