mobile navigation trigger mobile search trigger
06.02.2014

Sameiginlegur fundur ungmennaráðs og bæjarstjórnar

Ungmennaráð Fjarðabyggðar fylgdi eftir tillögum sínum að úrbótum í sveitarfélaginu á sameiginlegum fundi með bæjarstjórn. Bentu ungmennin m.a. á hvernig bæta megi æfingaaðstöðu fyrir hljómsveitir og aðstöðumál í íþróttahúsum og félagsmiðstöðvum.

Sameiginlegur fundur ungmennaráðs og bæjarstjórnar
Sigurbergur Ingi Jóhannsson, formaður ungmennaráðsins, ásamt Jóni Birni Hákonarsyni, forseta bæjarstjórnar og Selmu Rut Ómarsdóttur, ráðsfulltrúa. Á bak við ræðupúltið má sjá glitta í Pál Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóra.

Ungmennaráð Fjarðabyggðar fylgdi eftir tillögum sínum að úrbótum í sveitarfélaginu á sameiginlegum fundi með bæjarstjórn í dag. Bentu ungmennin m.a. á hvernig bæta megi æfingaaðstöðu fyrir hljómsveitir og aðstöðumál í íþróttahúsum og félagsmiðstöðvum.

Einnig var bent á ýmsar leiðir til úrbóta í samgöngumálum, gagnvart bæði gangandi og akandi umferð, auk þess sem fyrirspurn var lögð fyrir bæjarstjórn um þær ástæður sem liggja að baki breytingum á umferðarsamþykktum Fjarðabyggðar. 

Þá báru útvarpsmál einnig á góma, þar sem helstu útvarpsstöðvar sem höfða til ungs fólks hafa enn ekki séð sér fært að tryggja að sendingar nái til bæjarkjarna sveitarfélagsins. Ungmennaráð telur að hugsanlega megi þó koma því til leiðar og fer þess vegna á leit við bæjarstjórn að kostnaður við uppsetningu útvarpssenda í Fjarðabyggð verði kannaður, ásamt þeim möguleika að viðkomandi ljósvakafyrirtæki taki þátt í þeim kostnaði.

Sjá má fundinn í heild sinni á vef Fjarðabyggðar

 

Frétta og viðburðayfirlit