mobile navigation trigger mobile search trigger
08.09.2014

Sérútbúin bifreið fyrir ferðaþjónustu fatlaðra

Ferðaþjónusta fatlaðra tók í notkun í dag nýja og sérútbúna bifreið. Hér má sjá Pál Björgvin Guðmundsson ásamt Sigrúnu Þórarinsdóttur, félagsmálastjóra, afhenda Sveini Guðmundssyni, bifreiðarstjóra hjá ferðaþjónustunni, lykilinn að nýju græjunni.

 

Sérútbúin bifreið fyrir ferðaþjónustu fatlaðra
Sveinn Guðmundsson, hjá ferðaþjónustu fatlaðra, tekur við lyklinum að nýju bifreiðinni.

Ferðaþjónusta fatlaðra tók í notkun í dag nýja og sérútbúna bifreið fyrir akstursþjónustu við fatlaðra.

Bifreiðin er í alla staði glæsileg og mikilvægur liðsauki við félagsþjónustu Fjarðabyggðar. Það var því ánægjuleg stund þegar Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, afhenti ásamt Sigrúnu Þórarinsdóttur, félagsmálastjóra, Sveini Guðmundssyni, bifreiðarstjóra hjá ferðaþjónustu fatlaðra, lykilinn að nýju bifreiðinni.

Auk þess að uppfylla öryggiskröfur á þessu sviði farþegaflutninga, er bifreiðin útbúin með sérhæfðum bakstuðningi í aftanverðu farþegarými, sem eykur bæði öryggi og þægindi hjólastólafarþega.

Farþegarými er rúmgott og auðvelt að veita þá aðstoð sem þarf hverju sinni. Þá er farþegalyfta bílsins af fremstu gerð og auðveldar aðgengi hjólastóla að bílnum.

Bifreiðin er fjórhjóladrifinn Sprinter smárúta frá Mercedes Benz og flytur í einu allt að fimm farþega í sæti og tvo farþega í hjólastól.

Fleiri myndir:
Sérútbúin bifreið fyrir ferðaþjónustu fatlaðra
Sérútbúin bifreið fyrir ferðaþjónustu fatlaðra
Sérútbúin bifreið fyrir ferðaþjónustu fatlaðra
Sérútbúin bifreið fyrir ferðaþjónustu fatlaðra
Sérútbúin bifreið fyrir ferðaþjónustu fatlaðra

Frétta og viðburðayfirlit