mobile navigation trigger mobile search trigger
08.08.2014

Sjávarútvegur á Austfjörðum í fremstu röð

Verðmætasköpun sjávarútvegs á Austfjörðum er mikil í samburði við aðra landshluta og hefur framleiðni greinarinnar rúmlega tvöfaldast frá árinu 2005. Það hefur m.a. skilað sér í hærri meðallaunum en gengur og gerist innan greinarinnar.

Sjávarútvegur á Austfjörðum í fremstu röð
Síldarvinnslan í Neskaupstað séð úr lofti. Í umfjöllun Fréttablaðsins um skýrsluna kemur fram að SNV sé eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins.

Verðmætasköpun sjávarútvegs á Austfjörðum er mikil í samburði við aðra landshluta. Sjávarútvegsfyrirtæki landshlutans hafa að meðaltali fjárfest fyrir 49% af hagnaði fiskveiða (EBITA) í nýrri tækni og þekkingu á undanförnum árum. Á landsvísu nemur þetta hlutfall 14%.

Samhliða hefur framleiðni greinarinnar rúmlega tvöfaldast frá árinu 2005 og hefur það skilað sér í m.a. hærri meðallaunum en gengur og gerist innan greinarinnar.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrsla um umfang sjávarútvegs á Austfjörðum, sem Ásgeir Friðrik Heimisson, hagfræðinemi, vann fyrir Austurbrú með stuðningi Útvegsmannafélags Austurlands.

Miðað við árið 2012, var hlutdeild sjávarútvegsfyrirtækja á Austfjörðum í sjávarútvegi á landinu öllu orðin 17%. Úthlutað aflamark þessara fyrirtækja var á sama tíma 11%. Þessa miklu framleiðni má að mati skýrsluhöfundar öðru fremur rekja til skynsamra fjárfestinga, fagþekkingar og öflugs mannauðar.

Sem dæmi um hlutdeild austfirskra sjávarútvegsfyrirtæjka má nefna að þau áttu 54% af lýsis- og mjölframleiðslu á landinu árið 2012. Um 3400 til 4100 störf á Austurlandi tengdust sjávarútvegi með beinum og óbeinum hætti, sem gerði um 40-45% af heildarvinnuafli. Þá störfuðu á þessu ári 618 manns við sjávarútveg sem er um 13% af vinnuafli landshlutans.

Sjá helstu niðurstöðu skýrslunnar (pdf)

Sjá umfjöllun Fréttablaðsins 07.08.2014 (pdf)
Sækja Fréttablaðið 7. ágúst 2014 (pdf)

 

Frétta og viðburðayfirlit