mobile navigation trigger mobile search trigger
13.08.2014

Skólasetning hjá grunnskólum Fjarðabyggðar

Það styttist óðum í fyrsta skóladaginn hjá grunnskólanemun í Fjarðabyggð. Skólarnir hefja starfsemi sína dagana 20. til 25. ágúst, allt eftir bæjarkjarna. Smelltu á fyrirsögnina til að sjá hvenær einstakir skólar hefja starfsemi. 

Skólasetning hjá grunnskólum Fjarðabyggðar
Skólamiðstöðin Fáskrúðsfirði.


Nesskóli
2. - 10. bekkur mætir á skólasetningu kl. 17:00 fimmtudaginn 21. ágúst. 1. bekkur
boðaður bréflega. Hefðbundið skólastarf hefst föstudaginn 22. ágúst.
Skóladagheimilið og mötuneytið taka til starfa 22. ágúst. Skráning og upplýsingar
í síma 477 1124. Nemendur í Mjóafirði mæti kl. 13 mánudaginn 25. ágúst. Skráning
og upplýsingar í síma 476 0020 og 899 7109.

Grunnskóli Eskifjarðar
Skólastarf hefst með viðtölum sem nemendur allra bekkja og foreldrar verða boðaðir
til 20. og 21. ágúst. Nánari tímasetningar verða tilkynntar bréflega og með tölvupósti
þegar nær dregur. Hefðbundið skólastarf, skólamötuneyti og skóladagheimilið
Dvöl hefst föstudaginn 22. ágúst. Skráning vegna skóladagheimilis er hjá skólaritara
í síma 476 1355 frá kl. 08-13 eða á netfangið esk@skolar.fjardabyggd.is.

Grunnskóli Reyðarfjarðar
Skólastarf hefst með viðtölum sem nemendur allra bekkja og foreldrar verða boðaðir
til föstudaginn 22. ágúst. Nánari tímasetningar verða tilkynntar bré_ega og/eða
með tölvupósti þegar nær dregur. Hefðbundið skólastarf og skólamötuneyti hefst
mánudaginn 25. ágúst. Skólaselið tekur til starfa mánudaginn 25. ágúst. Skráning
og upplýsingar hjá skólaritara í síma 474 1247 frá kl. 8:00 –11:30 eða á netfangið
erna@skolar.fjardabyggd.is.

Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar
2.-10. bekkur mætir á skólasetningu, mánudaginn 25. ágúst kl. 10:00. Eftir
skólasetningu á sal hitta nemendur umsjónarkennara í stofum. Nemendur í 1. bekk
og nýir nemendur mæta klukkan 09:00. Skóladagheimili og mötuneyti taka til starfa
þriðjudaginn 26. ágúst. Skráning og upplýsingar í síma 475 9020.

Stöðvarfjarðarskóli
1. - 10. bekkur mæti kl. 10:00 mánudaginn 25. ágúst. Mötuneytið tekur til starfa
þriðjudaginn 26. ágúst. Skráning og upplýsingar í síma 475 9030.

Foreldrar eru hvattir til að skrá börn í skóla og á skóladagheimili sem
allra fyrst.

Smelltu hér til hala skjalið niður (pdf)

Fleiri myndir:
Skólasetning hjá grunnskólum Fjarðabyggðar

Frétta og viðburðayfirlit