Fjarðabyggð hyggst gera breytingar á skipulagi athafna- og iðnaðarsvæðis á Hjallaleiru við botn Reyðarfjarðar.
Vegna þessara áforma kynnir sveitarfélagið lýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi og breytingu á deiliskipulagi iðnaðarsvæðis Nes 1. Til stendur að stækka austustu lóðirnar í deiliskipulaginu og hnika til lóðarmörkun nokkurra annarra lóða.
Einnig verður gert ráð fyrir mön á austurjaðri svæðisins. Því þarf að stækka aðalskipulagsreitina AT-300 og I-300 um u.þ.b. 25 metra til austurs. Vegna áforma um breytta legu þjóðvegar fyrir botni Reyðarfjarðar stendur til að breyta vegtengingu svæðanna við Ægisgötu og færa hana austar. Nánari upplýsingar er að finna í lýsingunni sem er aðgengileg í skipulagsgátt (https://skipulagsgatt.is/) og á vef sveitarfélagsins. Lýsingin liggur einnig frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði. Mikilvægt er að íbúar og aðrir hagaðilar kynni sér lýsinguna og komi á framfæri ábendingum sem gagnast við mótun tillagna um skipulagsbreytingar. Frestur til að skila inn ábendingum rennur út 11. september 2025 og þeim skal skilað inn í skipulagsgáttina eða með því að senda tölvupóst á aron.beck@fjardabyggd.is.
Kynning lýsingarinnar er í samræmi við 30. og 40. grein skipulagslaga nr. 123/2010
Skipulagslýsing vegna breytingar á athafna- og iðnaðarsvæði á Hjallaleiru við botn Reyðarfjarðar