mobile navigation trigger mobile search trigger
21.08.2014

Hjúkrunarheimili á Eskifirði - Starfsemin flytur eins fljótt og auðið er

Vígsla Hulduhlíðar, sem stefnt var að 18. ágúst nk., hefur verið frestað um stundarsakir vegna tafa á afhendingu húsgagna. Félagsmálanefnd leggur áherslu á að starfsemin flytji úr núverandi húsnæði um leið og unnt er, sem verður líklega nú í októberbyrjun.

Hjúkrunarheimili á Eskifirði - Starfsemin flytur eins fljótt og auðið er

 

Félagsmálanefnd fjallaði á fundi sínum þann 11. ágúst sl. um flutning á starfsemi Hulduhlíðar, sem átti að vera lokið fyrir 18. ágúst, en á þeim degi stóð til að vígja nýju heimkynni hjúkrunarheimilisins. Í ljósi þess að óhjákvæmilegar tafir hafa orðið á afgreiðslu húsgagna hjá einum af aðalbirgjum verkefnisins, ákvað nefndin að fresta flutningum þar til húsgögnin hafi borist í hús.

Nefndin harmar þá stöðu sem enn og aftur er komin upp í tengslum við nýja hjúkrunarheimilið, en ekki sé boðlegt að starfsemin flytji án nauðsynlegra húsmuna og því óhjákvæmilegt að bíða þar til þeir berist.

Að sögn Sigrúnar Þórarinsdóttur, félagsmálastjóra, verður allt kapp lagt á að starfsemin flytji eins fljótt og auðið er. Einnig var ákveðið að bíða með vígslu nýja húsnæðisins þar til starfsemin hefur verið flutt.

 

Fleiri myndir:
Hjúkrunarheimili á Eskifirði - Starfsemin flytur eins fljótt og auðið er
Hjúkrunarheimili á Eskifirði - Starfsemin flytur eins fljótt og auðið er
Hjúkrunarheimili á Eskifirði - Starfsemin flytur eins fljótt og auðið er
Hjúkrunarheimili á Eskifirði - Starfsemin flytur eins fljótt og auðið er

Frétta og viðburðayfirlit