mobile navigation trigger mobile search trigger
14.02.2014

Sterk sjálfsmynd er málið

Þekking á eigin sjálfsmynd og möguleikar til að hafa jákvæð áhrif hana, var á meðal þess sem fjallað var um á sjálfsstyrkingarnámskeiði fyrir unglingsstúlkur í Neskaupstað.

Sterk sjálfsmynd er málið
Umræða fer vaxandi um mikilvægi sterkrar sjálfsmyndar hjá ungu fólki. Hér má sjá hluta af þeim 13 til 16 ára stúlkum sem tóku þátt í sjálfsstyrkingarnámskeiði í Neskaupstað.

Þekking á eigin sjálfsmynd og möguleikar til að hafa jákvæð áhrif hana, var á meðal þess sem fjallað var um á sjálfsstyrkingarnámskeiði fyrir unglingsstúlkur, sem fór nýlega fram í Neskaupstað.

Markmið námskeiðsins er að byggja upp sterka einstaklinga með jákvæða sjálfsmynd, en umræða hefur farið vaxandi um mikilvægi þess, bæði fyrir þroska ungs fólks og framtíðarsýn þess.

Leiðbeinandi var Kristín Tómasdóttir, BA í kynjafræði og sálfræði, en gefnar hafa verið út þrjár bækur eftir Kristínu sem fjalla um sjálfsmynd unglingsstúlkna.

Markhópurinn stendur saman af 13 til 16 ára stúlkum og var þátttaka vonum framar. Alls skráðu 48 stúlkur sig til leiks, sem skipt var upp í tvo hópa, sem hittust tvisvar þrjár klukkustundir í senn.

Byggt er m.a. á verkefnavinnu, leikþáttum og fyrirlestrum, auk þess sem hópurinn eldar saman og snæðir góðan mat.

Námskeiðið var haldið að frumkvæði Hildar Ýrar Gísladóttur, námsráðgjafa Verkmenntaskóla Austurlands og Helgu Sveinsdóttur með stuðningi Síldarvinnslunnar, SÚN og félagsmálanefndar Fjarðabyggðar.

 

Frétta og viðburðayfirlit