mobile navigation trigger mobile search trigger
06.08.2014

Stígagerð í Hólmahálsi

Fimm manna hópur sjálfboðaliða á vegum Umhverfisstofnunar vinnur um þessar mundir að stígagerð í Hólmanesinu. Þau hafa fengið kennslu í stígagerð og hafa verið á Íslandi í sumar og unnið að lagningu stíga. 

Stígagerð í Hólmahálsi
Einn sjálfboðaliðanna hjá Umhverfisstofnun í stígagerð í Hólmanesi.

Þessa vikuna er fimm manna hópur sjálfboðaliða á vegum Umhverfisstofnunar að vinna að stígagerð í Hólmanesinu.

Fyrir nokkrum árum var lagður stígur frá bílastæðinu á Hólmahálsi og niður í Urðarskarð. Þessi vaski hópur heldur stígagerðinni áfram frá Urðarskarði og í átt að Baulhúsum.

Í lok vikunnar stendur svo til að Veraldarvinir aðstoði þau við að bera efni í stíginn.

 

Fleiri myndir:
Stígagerð í Hólmahálsi

Frétta og viðburðayfirlit