mobile navigation trigger mobile search trigger
27.02.2024

Stuðningsaðili óskast til starfa í sumarfrístund í Fjarðabyggðar

Langar þig að vinna með börnum með langvarandi stuðningsþarfi í sumar og veita þeim þá aðstoð sem þau þurfa til þess að upplifa ævintýraríkt sumar?
Í boði er sumarstarf í 100% stöðu. Bæði er hægt að fá starf frá 5. júní - 19. júlí og annarsvegar frá 5. júní til 20. ágúst.

Um er að ræða stuðning við fötluð börn við athafnir daglegs lífs með því markmiði að styðja viðkomandi á sviði tómstunda- og frístundaiðkunar. Starfsmenn verða hluti af teymi sem vinnur saman að því að gera frístund að skemmtilegri og þroskandi upplifun.

Helstu verkefni:

 • Veita einstaklingsbundinn stuðning í samræmi við leiðbeiningar foreldra og stjórnendur.
 • Leiðbeina í leik og starfi.
 • Notkun sjónræns skipulags.
 • Samráð og samvinna við börn, foreldra og stjórnendur.

Verkefni bundin við sumarfrístund á Reyðarfirði:

 • Starfsmaður sinnir aðstoð við allar athafnir daglegs lífs.
 • Starfsmaður sér um að sinna persónulegu og almennu hreinlæti, aðstoð við matartíma, tilfærslu á milli hjálpartækja og böðun.
 • Starfsmaður sinnir skynörvun með því til dæmis að tala við skjólstæðing, hlusta á tónlist og segja sögur.
 • Önnur verkefni felast í því að undirbúa mat og skipta á rúmum.
 • Samráð og samvinna við börn, foreldra og stjórnendur.

Hæfniskröfur:

 • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi.
 • Áhugi á að vinna með fötluðum börnum og/eða börnum sem þurfa sértækan stuðning v. annarra ástæðna en fötlunar.
 • Frumkvæði og sjálfstæði.
 • Færni í samskiptum.
 • Góð íslenskukunnátta.

Starfslýsing - stuðningsaðili einstaklinga með langvarandi þjónustuþarfir

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Starfið hæfir jafnt konum sem körlum. Umsóknarfrestur er til og með 5. apríl 2024
Nánari upplýsingar veitir Lilja Tekla Jóhannsdóttir forstöðumanni frístundarmála í síma 470 9015 eða í gegnum netfangið lilja.johannsdottir@fjardabyggd.is

Frétta og viðburðayfirlit