mobile navigation trigger mobile search trigger
15.06.2023

Stuðningsfulltrúi við Nesskóla

Stöður stuðningsfulltrúa á yngsta- og miðstigi í um 70% starfshlutfalli frá 1. ágúst 2023.

Um er að ræða 70% starf sem felur í sér stuðning bæði inn í bekk og með fatlaða nemendur á yngsta- og miðstigi. Starfið felur í sér stuðning við nemendur sem þurfa á aðstoð og/eða verulegri aðstoð/gæslu að halda í daglegu lífi eða vegna fötlunar. Starfið miðar fyrst og fremst að því að auka færni og sjálfstæði þessara nemenda, félagslega, námslega og í daglegum athöfnum. Stuðningsfulltrúi starfar undir stjórn deildarstjóra sérkennslu, í samvinnu við bekkjarkennara hverju sinni og er til aðstoðar við nemendur inni í bekk og í öðru skólastarfi.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Starfar með og veitir stuðning nemanda sem þarf verulega aðstoð eða gæslu að halda í daglegu lífi vegna fötlunar. Nemandinn þarf viðvarandi þjónustu/stuðning frá starfsmanni allan þann tíma sem það dvelur í grunnskólanum.
 • Sinnir eftir aðstæðum öðrum nemendum með sérþarfir sem geta þurft þjálfun og eftirfylgni.
 • Aðstoðar nemendur við daglegar athafnir og reynir að ýta undir færni og sjálfstæði þeirra.
 • Vinnur eftir áætlun sem útbúin hefur verið í samráði kennara, deildarstjóra sérkennslu og annarra ráðgjafa.
 • Aðlagar verkefni að getu nemenda samkvæmt leiðbeiningum kennara.
 • Sinnir öðrum nemendum í bekknum, m.a. ef kennari þarf meira svigrúm til að aðstoða þá nemendur sem þurfa sérstaka aðstoð.
 • Gæsla nemenda í forföllum kennara.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Góð menntun sem nýtist í starfi er æskileg.
 • Góð tök á íslensku máli, töluðu og skrifuðu.
 • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
 • Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum.
 • Góðir skipulagshæfileikar.
 • Ábyrgð og stundvísi.

Starfslýsing Stuðningsfulltrúa

Í Nesskóla starfa öllu jafna um 53 starfsmenn. Á komandi hausti verða um 220 börn í 1. - 10. bekk í skólanum. Skólastarf Nesskóla miðast að því að efla hvern einstakling í námi og starfi með fjölbreyttum kennsluaðferðum með áherslu á samþættingu námsgreina, upplýsingatækni og list- og verkgreinar. Á komandi vetri hefst innleiðing leiðsagnarnáms í skólanum. Í Nesskóla er unnið að forvörnum í anda Olweusar áætlunarinnar gegn einelti ásamt því að lögð er áhersla á ART kennslu. Á yngsta stigi er kennt samkvæmt aðferðum Byrjendalæsis. Stefnumörkun skólans tekur meðal annars mið af uppbyggingarstefnunni Uppeldi til ábyrgðar sem miðar að því að ýta undir ábyrgðarkennd og sjálfsstjórn barna og unglinga. Einkunnarorð skólans eru: Viska, virðing og vinátta.

Umsóknarfrestur er til og með 30. september nk. og eru umsækjendur af öllum kynjum hvattir til að sækja um störfin. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar um skólann er að finna á heimasíðu, www.nesskoli.is. Nánari upplýsingar um starfið má fá hjá Karen Ragnarsdóttur skólastjóra, karen@skolar.fjardabyggd.is og Þórfríði Soffíu Þórarinsdóttur aðstoðarskólastjóra, thorfridur@skolar.fjardabyggd.is, einnig í síma 477-1124.

Sótt er um starfið inná ráðningarvef Fjarðabyggðar

Frétta og viðburðayfirlit