mobile navigation trigger mobile search trigger
11.04.2014

Þróttarastelpur komnar með forskot í einvíginu við Aftureldingu

Fyrsti leikurinn um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna 2014 fór fram í Mosfellsbæ á þriðjudagskvöldið þegar Afturelding fékk Þróttarastelpur í heimsókn. Þróttur vann í fimm hrinu leik og hefur forskot í rimmunni fyrir næsta leik liðanna í kvöld í Neskaupstað.

 

Þróttarastelpur komnar með forskot í einvíginu við Aftureldingu

Fyrsti leikurinn um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna 2014 fór fram í Mosfellsbæ á þriðjudagskvöldið þegar Afturelding fékk Þróttarastelpur í heimsókn. Þróttur vann í fimm hrinu leik og hefur forskot í rimmunni fyrir næsta leik liðanna á föstudag.

Heimaliðið mætti ákveðið til leiks í gær og unnu fyrstu tvær hrinur leiksins nokkuð sannfærandi. Fyrsta hrinan endaði 25-19 og önnur hrinan 25-15. Afmælisbarn dagsins, Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir datt í gang í þriðju hrinunni og reyndist liði Þróttar afar dýrmæt þegar upp var staðið en hún fagnaði 25 ára afmæli sínu í gær. Þróttur Nes vann þriðju hrinuna 20-25 og liðið leiddi svo alla fjórðu hrinuna sem vannst 19-25. 

Það var allt undir í oddahrinunni en Afturelding byrjaði betur og komst í 7-3. Þróttur Nes tók þá við sér og með harðfylgi náði liðið að komast yfir 7-8. Nokkur spenna var í leik liðanna undir lokin en Þróttur Nes hafði að lokum sigur 10-15 og þar með leikinn 2-3. 

Stigahæstu leikmenn voru Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir með 32 stig fyrir Þrótt Nes en Erla Rán Eiríksdóttir skoraði 21 stig. Í liði Aftureldingar voru þær Zaharina Filipova og Thelma Dögg Grétarsdóttir stigahæstar með 15 stig. 

Næsti leikur liðanna fer fram í Neskaupstað í kvöld, 11. apríl og hefst leikurinn kl. 19.30.

Frétt af www.bli.is

Frétta og viðburðayfirlit