mobile navigation trigger mobile search trigger
24.10.2022

Tindátarnir - Skuggaleikhús - Barna og fjölskylduleikrit.

Byggt á samnefndri ljóðabók Steins Steinarrs með myndum eftir Nínu Tryggvadóttur. Hér fjalla þau um seinni heimstyrjöldina og spá fyrir um endalokin. Því bókin Tindátarnir kom út 1943 og tveimur árum síðar lauk stríðinu. Segjum svo að listin geti ekki séð fram í tímann.
Tindátarnir er skuggaleikhús sem er um margt lítt notað leikhúsform hér á landi. Tónlist leikur stóran þátt í sýningunni og styður þannig við ævintýrið. Leikurinn
Tindátarnir hreyfir við áhorfendum og mun án efa fá okkur til staldra dálítið við og hugsa, ekki síst nú á dögum þar sem fréttir af stríði hafa verið áberandi síðustu misseri.
Markmið verkefnis okkar er að færa þessa mikilvægu ljóðsögu, Tindátarnir, eftir Stein Steinarr, á senu til handa æskunni.
Sýningartími 30 mín. - Miðaverð 2.500 kr
Tindátarnir - Skuggaleikhús - Barna og fjölskylduleikrit.

Frétta og viðburðayfirlit