mobile navigation trigger mobile search trigger
10.02.2014

Tölum um mál sem skipta máli

Forvarnarþing fór fram fyrir fullum sal í Nesskóla í Neskaupstað sl. laugardag. Unglingar í grunn- og framhaldsskólum í Fjarðabyggð, foreldrar og fagfólk tóku höndum saman og ræddu mál sem skipta ungt fólk máli, líðan þess og uppvöxt.

Tölum um mál sem skipta máli
Leiklistarakademia VA flutti á forvarnarþinginu tónlistaratriði úr Litlu hryllingsbúðinni sem frumsýnd verður innan skamms.

Forvarnarþing fór fram fyrir fullum sal í Nesskóla í Neskaupstað sl. laugardag. Unglingar í grunn- og framhaldsskólum í Fjarðabyggð, foreldrar og fagfólk tóku höndum saman og ræddu mál sem skipta ungt fólk máli, líðan þess og uppvöxt.

Fyrirlesarar voru Guðbrandur Árni Ísberg, sálfræðingur, sem fjallaði um mikilvægi samskipta sem stuðla að samkennd og gagnkvæmum skilningi fólks á öllum aldri, og Jón Sigfússon, framkvæmdastjóri Rannsókna og greiningar, en erindi hans fjallaði um niðurstöður kannana á líðan ungs fólks í Fjarðabyggð.

Þá var fjölskyldusvið Fjarðabyggðar, ungmennaráð Fjarðabyggðar, Saft-Ungmennaráð, unglingadeildir grunnskólanna í Fjarðabyggð og nemendur Verkmenntaskóli Austurlands með kynningarbása. 

Kynningarbásar skólanna voru helgaðir verkefnum sem nemendur hafa unnið að undanförnu. Fjallaði 10. bekkur Nesskóla um rafræn og stafræn samskipti, 9. bekkur Grunnskóla Eskifjarðar um unglingadrykkju, 8. bekkur Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar um tóbaksnotkun ungmenna og 7. bekkur Grunnskóla Reyðarfjarðar um fíkniefnaneyslu ungmenna. Verkefni VA fjallaði á hinn bóginn um samskipti kynjanna, kynheilbrigði og klámvæðingu.

Þinginu lauk á panelumræðum þar sem fyrirlesarar sátu fyrir svörum ásamt fulltrúm fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar, lögreglunni og Heilbrigðisstofnun Austurlands, HSA.

Nálgast má myndir og umsagnir á fasbókarsíðu Foreldrafélags Nesskóla

Dagskrá forvarnarþingsins

Fleiri myndir:
Tölum um mál sem skipta máli
Tölum um mál sem skipta máli
Tölum um mál sem skipta máli
Tölum um mál sem skipta máli
Tölum um mál sem skipta máli
Tölum um mál sem skipta máli
Tölum um mál sem skipta máli
Tölum um mál sem skipta máli

Frétta og viðburðayfirlit