mobile navigation trigger mobile search trigger
08.04.2014

Umhverfisstjóri Fjarðabyggðar heiðraður

Árni Steinar Jóhannsson, umhverfisstjóri Fjarðabyggðar, hefur hlotið viðurkenningu Samtaka garðyrkju- og umhverfisstjóra sveitarfélaga, fyrir brautryðjendastörf og framlag til umhverfismála sveitarfélaga. Hér má sjá Árna Steinar taka á móti viðurkenningarskjali samtakanna úr hendi Önnu Katrínar Svavarsdóttur.

Umhverfisstjóri Fjarðabyggðar heiðraður
Anna Katrín Svavarsdóttir afhendir Árna Steinari viðurkenningu Samtaka garðyrkju- og umhverfisstjóra sveitarfélaga fyrir brautryðjendastörf. Mynd: Pétur Sörensson.

Árni Steinar Jóhannsson, umhverfisstjóri Fjarðabyggðar, hefur hlotið viðurkenningu Samtaka garðyrkju- og umhverfisstjóra sveitarfélaga, fyrir brautryðjendastörf á starfssviði sínu.

Viðurkenningin var veitt á aðalfundi samtakanna, sem fram fór í Borgarbyggð dagana 3. og 4. apríl sl. Var Önnu Katrínu Svavarsdóttur, aðstoðarmanni umhverfisstjóra, falin formleg afhending viðurkenningarinnar, þar sem Árni Steinar átti ekki heimangengt á fundinn og fór afhendingin fram í gær á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar.

Áður hefur Árni Steinar, sem er menntaður skrúðgarðyrkjumeistari og landslagsarkitekt, hlotið hvatningarverðlaun Þróunarfélags Austurlands fyrir metnaðarfullt starf við skipulag umhverfismála í Fjarðabyggð.

Árna Steinari er óskað til hamingju með glæsilegan árangur í starfi.

 

Frétta og viðburðayfirlit