mobile navigation trigger mobile search trigger
24.09.2014

Verulegri gosmengun spáð á Austfjörðum

Gangi gasdreifingarsprá eftir, má reikna með umtalsverðri SO2 gasmengun frá eldgosinu í Holuhrauni í Fjarðabyggð síðdegis og fram eftir kvöldi á morgun, fimmtudaginn 25.september. Íbúar eru beðnir um að fylgjast vel með gosdreifingarspá og raunmengun á hverjum tíma.

Verulegri gosmengun spáð á Austfjörðum
Gangi gasdreifingarspár eftir má gera ráð fyrir umtalsverðri SO2 gosmengun í Fjarðabyggð, fimmtudaginn 25. septmeber.

Reiknað er með umtalsverðri gosmengun frá eldgosinu í Holuhrauni í Fjarðabyggð og á Austurlandi fimmtudaginn 25.september. 

Gert er ráð fyrir verulegu logni við gosstöðvarnar á morgun með uppsöfnun á gasmengun yfir stöðvunum. Með vaxandi vestanátt standa líkur svo til þess að, mengunin dreifist yfir Austufirði síðla dags og fram eftir kvöldi.

Um 48 tíma gasdreifingarspá er að ræða og eru íbúar hvattir til að fylgjast, á morgun fimmtudag, vel með framvindu mála í gosdreifingarspá Veðurstofunnar og raunmengun á hverjum tíma.

Það eru einnig vinsamleg tilmæli frá Veðurstofunni að íbúar sendi stofunni upplýsingar um upplifun þeirra af brennisteinsmenguninni.  Slóð á skráningarblað. Algeng áhrif SO2 mengunar eru sviði í augum og hálsi, höfuðverkur, ógleði og andþröng. Hjá asthmaveikum má gera ráð fyrir auknum einkennum.

 

Frétta og viðburðayfirlit