mobile navigation trigger mobile search trigger
23.04.2014

Úrslitaleikur á föstudaginn um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna

Þróttarastelpur náðu með sigri á Aftureldingu að tryggja sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna.  Úrslitaleikurinn fer fram að Varmá í Mosfellsbæ nk. föstudag kl. 19:30.

 

Úrslitaleikur á föstudaginn um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna

Þróttarkonur náðu undirtökunum með því að vinna tvær fyrstu hrinurnar, 25:19 og 25:19. Þær byrjuðu betur í þeirri þriðju og komust í 9:5 en því svöruðu Mosfellingar af krafti, breyttu stöðunni í 17:10 og unnu hrinuna að lokum 25:20.

Fjórða hrinan var æsispennandi en allt útlit var fyrir að Afturelding myndi tryggja sér oddahrinu. Mosfellingar komust í 21:17 en Þróttur náði að jafna í 23:23. Afturelding var síðan komin í 25:24 en þá kom góður endasprettur austankvenna, þær skoruðu næstu þrjú stig og unnu hrinuna  27:25.

Fjórða hrinan var æsispennandi allt til enda.  En Þróttarar náðu að klára hrinuna með góðum endaspretti og áttu síðustu þrjú stigin en hrinan endaði 27-25.

frétt af www.mbl.is

Frétta og viðburðayfirlit