mobile navigation trigger mobile search trigger
08.04.2014

Verk Guðrúnar Kristjánsdóttur valið

Nýafstaðin er lokuð samkeppni sem efnt var til um listskreytingu í Hulduhlíð, nýju hjúkrunarheimili á Eskifirði. Guðrún Kristjánsdóttir reyndist hlutskörpust, en í umsögn dómnefndar segir m.a. að verk hennar hafi sterka skírskotun í staðhætti og umhverfi Fjarðabyggðar, sem vekji áhuga og viðbrögð áhorfanda.

Verk Guðrúnar Kristjánsdóttur valið
Sýnishorn af verðlaunatillögu Guðrúnar Kristjánsdóttir, myndlistarmanns.

Nýafstaðin er lokuð samkeppni sem efnt var til um listskreytingu í Hulduhlíð, nýju hjúkrunarheimili á Eskifirði. Guðrún Kristjánsdóttir reyndist hlutskörpust, en í umsögn dómnefndar segir m.a. að verk hennar hafi sterka skírskotun í staðhætti og umhverfi Fjarðabyggðar, sem vekji áhuga og viðbrögð áhorfanda.

Alls var fjórum listamönum boðin þátttaka sem voru auk Guðrúnar, Guðjón Ketilsson, Harpa Árnadóttir og Ólöf Nordal, en samkeppnin stóð um meðhöndlun á renniflekum í miðrými hjúkrunarheimilisins.

Dómnefnd skipuðu f.h. verkkaupa Ásta K. Sigurjónsdóttir, Fjarðabyggð og Hulda Aðalsteinsdóttir, annar arkitekta hússins og Bjarki Bragason f.h. Listskreytingarsjóðs.

Áætlað er að framkvæmdum við hjúkrunarheimilið ljúki nú á vormánuðum og verður verk Guðrúnar þá sett upp.

Úr umsögn dómnefndar: "Heildartungumál tillögurnnar er einfalt en hrífandi og sterkt, kallast á við ytra og innra rými heimilisins. Tillagan þykir henta mjög vel hugmyndafræði hjúkrunarheimilisins og byggingarinnar. Sterk skírskotun er í staðhætti og umhverfi Fjarðabyggðar sem vekur áhuga og viðbrögð áhorfanda."

Frétta og viðburðayfirlit