mobile navigation trigger mobile search trigger
16.07.2014

Vilhjálmur Hjálmarsson er látinn

Vil­hjálm­ur Hjálm­ars­son, bóndi, fyrr­ver­andi þingmaður og menntamálaráðherra, lést 14. júlí á heim­ili sínu Brekku í Mjóaf­irði. Vilhjálmur var 99 ára.

Vilhjálmur Hjálmarsson er látinn

Vil­hjálm­ur Hjálm­ars­son, bóndi og fyrr­ver­andi þingmaður og menntamálaráðherra lést 14. júlí á heim­ili sínu Brekku í Mjóaf­irði, 99 ára að aldri.

Vilhjálmur var fæddur á Brekku 20. sept­em­ber 1914, son­ur Hjálm­ars Vil­hjálms­son­ar og Stef­an­íu Sig­urðardótt­ur. Vilhjálm­ur var kvænt­ur Önnu Mar­gréti Þor­kels­dótt­ur, sem lést 21. apríl 2008. Þau eignuðust fimm börn: Hjálm­ar (lát­inn 2011), Pál, Sig­fús Mar, Stefán og Önnu. Barna­börn Vil­hjálms og Mar­grét­ar eru 18, barna­barna­börn­in 35 og barna­barna­barna­börn­in fimm og tvö á leiðinni.

Vil­hjálm­ur lauk héraðsskóla­prófi frá Laug­ar­vatni 1935. Hann stundaði bú­skap í um 30 ár, kenndi við barna­skól­ann í Mjóaf­irði og sinnti auk þess ým­iss kon­ar fé­lags­mála­störf­um. Vil­hjálm­ur sat lengi á Alþingi fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn, fyrst árið 1949, og gegndi embætti mennta­málaráðherra 1974–1978.  Þegar þing­setu Vilhjálms lauk árið 1979 tóku ritstörf við. Sam­tals komu út eft­ir hann 24 bæk­ur sem hann skrifaði sjálf­ur og þrjár sem hann átti hlut­deild í.

Sú síðasta, Örnefni í Mjóaf­irði, kem­ur út 20. sept­em­ber nk. en þá hefði Vil­hjálm­ur átt 100 ára af­mæli.

Frétta og viðburðayfirlit