mobile navigation trigger mobile search trigger
19.02.2024

Stjórnandi íþrótta- og frístundamála

Við erum að leita að öflugum leiðtoga til að fara fyrir íþrótta- og frístundamálum í Fjarðabyggð. Ert þú dugmikill einstaklingur með reynslu af íþrótta- og frístundamálum? Hefur þú brennandi áhuga á að efla fjölbreytni og fagmennsku í íþróttum og frístundamálum?

Vilt þú taka þátt í starfi öflugs og samheldins hóps starfsmanna fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar? Þá erum við að leita að þér!

Fjarðabyggð er öflugt, vaxandi samfélag sem leggur mikla áherslu á velferð og málefni fjölskyldna og barna. Á fjölskyldusviði Fjarðabyggðar er lögð áhersla á þverfaglega vinnu og stuðning starfsmanna í teymisstarfi við úrlausn margþættra verkefna sem tengjast fjölskyldum og börnum með það markmið að efla lífsgæði og hagsæld þeirra.

Starfslýsing: Starf Stjórnanda íþrótta og frístundamála heyrir undir sviðstjóra fjölskyldusviðs. Starfsmaður vinnur sem hluti af þverfaglegu teymi stjórnenda fjölskyldusviðs þar sem áhersla er lögð á samvinnu þvert á málaflokka.

Helstu verkefni:

  • Er yfirmaður málaflokksins og stýrir rekstri hans þ.m.t. starfi og rekstri íþróttamannvirkja Fjarðabyggðar, félagsmiðstöðva Fjarðarbyggðar, frístundaþjónustu Fjarðabyggðar, félagsheimilinu Egilsbúð og tómstundamálum eldri borgara.
  • Stuðlar að sem hagkvæmustum rekstri þeirrar starfsmemi sem undir hann heyri og hefur eftirlit með því að starfsemi þeirra stofnana sem undir viðkomandi heyra uppfylli gæðakröfur samkvæmt samningum, lögum og reglugerðum sem til þeirra eru gerðar.
  • Hefur eftirlit með framkvæmd samninga, laga og reglugerða um íþrótta- og æskulýðsmál sem gilda hverju sinni, sem og með starfsemi íþróttamannvirkja sveitarfélagsins.
  • Umsjón með rekstri vinnuskólans og námskeiðum sem haldin eru fyrir starfsmenn hans.
  • Yfirumsjón með skipulagi og samræmingu starfseminnar.

Hæfniskröfur:

  • Gerð er krafa um háskólapróf á framhaldsstigi (MA/MS) eða sambærilegs menntunar, auk víðtækrar starfs-og stjórnunarreynslu á sérfræðisviðinu. Reynsla og þekking á rekstri, stjórnun og stefnumótun.
  • Þekking á stefnumótandi áætlanagerð og gerð rekstrar- og fjárhagsáætlana.
  • Þekking á helstu upplýsingakerfum.
  • Þekking á undirbúningi og stjórnun funda.
  • Góð málakunnátta (íslenska og enska) og hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti. Hæfni í mannlegum samskiptum og áhugi á þverfaglegri teymisvinnu
  • Hreint sakavottorð
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins við viðkomandi stéttarfélag. Öll kyn eru hvött til að sækja um stöðuna.

Starfslýsing stjórnandi íþrótta og frístundamála Fjarðabyggðar

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Um er að ræða 100 % stöðu, sem við hvetjum öll kyn til að sækja um.
Umsóknarfrestur er til og með 4. mars 2024

Nánari upplýsingar veitir Laufey Þórðardóttir, sviðstjór fjölskyldusviðs á netfangið Laufey.thordardottir@fjardabyggd.is, eða í síma 470 9015

Frétta og viðburðayfirlit