mobile navigation trigger mobile search trigger
07.05.2015

Færeyingar í heimsókn

Færeyski kútterinn Johanna TG 236 lagði að höfn í Stöðvarfirði í gær á ferð sinni um Austfirði. Hér má sjá Eydísi Ásbjörnsdóttur afhenda Svenning av Lofti, leiðangursstjóra ferðarinnar, skjöld Fjarðabyggðar er leiðangursmenn voru boðnir velkomnir.

Færeyingar í heimsókn
Eydís Ásbjörnsdóttir og Svenning av Lofti við komuna á Stöðvarfjörð í gær.

Við komuna til Stöðvarfjarðar tóku börn í Skólamiðstöð Stöðvarfjarðar á móti leiðangursmönnum, sem léku og sungu á þilfarinu. Þá bauð Eydís Ásbjörnsdóttir, bæjarráðsmaður ásamt Steinþóri Péturssyni, framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna, leiðangurinn velkominn til Fjarðabyggðar.

Johanna er trúboðsbátur í eigu kristilegra söfnuða í Færeyjum. Leiðangurinn til Fjarðabyggðar er liður í skipulögðum heimsóknum til Íslands, Grænlands, Hjaltlandseyja og Orkneyja.

Báturinn verður á siglingu á milli hafna í Fjarðabyggð dagana 6. til 10. maí. Eru bæjarbúar á hverjum stað boðnir velkomnir um borð til að skoða skipið kl. 13:00 og á samkomu sama kvöld kl. 20:00 í kirkju hvers bæjar.

Kútterinn er seglbátur frá árinu 1884 og er gestum um borð boðið upp á hressingu.

Frétta og viðburðayfirlit