Menningarstofa Fjarðabyggðar og Náttúrustofa Austurlands bjóða til náttúruveislu í Náttúrugripasafninu á Degi íslenskrar náttúru.
Safnahúsið verður opið kl. 14-18 og frítt inn.
Gestum býðst að skoða ferskvatnsdýr úr Hólatjörnum með víðsjá og sérfræðingar Náttúrustofu verða á staðnum til þess að fræða okkur.
Gestum býðst einnig að túlka íslenska náttúru í hvaða formi sem er (t.d. með ljóði, teikningu eða smásögu) og hengja upp í pop-up galleríinu Gallerí Fiskabúr á fyrstu hæðinni. Menningarstofa útvegar blöð, skriffæri og vatns-/tréliti.
Klukkan 17:30 verður dregið úr þátttakendum og þrír heppning vinningshafar fá glaðning frá Náttúrustofu og Menningarstofu.
Gudrita Lape, gestalistamaður í Þórsmörk Listamanna íbúð, sýnir verk sín en hún rannsakar þessa dagana íslensku gulrófuna, matarhefð og náttúruliti.
Heitt á könnunni og kleinur.