Heilbrigðiseftirlit Austurlands tók sýni af neysluvatni á Stöðvarfirði í kjölfar mikilla rigninga undanfarið. Niðurstöður sýnatöku benda til að yfirborðsvatn hafi borist í neysluvatn sem veldur örverumengun. Þeim tilmælum er því beint til íbúa að sjóða vatn til neyslu. Óhætt er að nota vatnið til annarra þarfa s.s. til baða þar sem fjöldi gerlanna var innan þeirra marka, sem miðað er við að megi vera í baðvatni í náttúrunni.
Tilkynning verður uppfærð á morgun (fimmtudag 11.9.2025) þegar nánari niðurstöður liggja fyrir.
Leiðbeiningar um suðu á vatni: Suða neysluvatns leiðbeiningar.