mobile navigation trigger mobile search trigger
02.09.2025

Bæjarráð hækkar framlag til Píeta samtakanna

Bæjarráð Fjarðabyggðar ákvað á fundi sínum í gær að hækka árlegt framlag sitt til Píeta samtakanna úr 700.000 kr. í 1.500.0000 kr. fyrir árið 2025. Píeta samtökin gegna mikilvægu hlutbverki. Jafnframt viljum við hvetja íbúa til að nýta sér þjónustuna ef þurfa þykir.

Bæjarráð hækkar framlag til Píeta samtakanna

Samstarf Fjarðabyggðar og Píeta samtakanna hófst fyrr á þessu ári og hefur gefið góða raun og felur í sér fasta viðveru og reglubundna þjónustu í sveitarfélaginu.

„Starfsemi Pieta hefur reynst okkur dýrmæt á tímum áfalla. Því ákváðum við að svara þörfinni með því ríflega tvöfalda stuðning okkar við samtökin fyrr á árinu. Samstarfið hefur styrkt þjónustuna hér á Austurlandi verulega – fyrir það erum við óendanlega þakklát.“ Sagði Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðs í kjölfarið á fundinum.

Í gær hófst gulur september en mánuðurinn er helgaður geðheilbrigðismálefnum. Alþjóðlegur forvarnadagur gegn sjálfsvígum verður 10. september.

Hægt er að bóka viðtalstíma í Píeta símann 552-2218, en hann er opinn allan sólarhringinn. Einnig er hægt að hringja í Hjálparsíma Rauða krossins 1717.

Einnig viljum við benda á að hægt er að styrkja Píeta samtökin í gegnum heimasíðu samtakanna https://pieta.is/styrkja-samtokin/

Frétta og viðburðayfirlit