Íbúafundur um Brothættar byggðir á Stöðvarfirði fór fram á dögunum og var hann fjölmennasti til þessa.
Verkefnisstjóri fór yfir verkefnisáætlunina sem samanstendur af fjórum meginmarkmiðum og 44 starfsmarkmiðum. Fundargestir fengu yfirlit yfir stöðu hvers starfsmarkmiðs og uppfærslur um þau verkefni sem eru í gangi.
Einnig var kynntur Frumkvæðissjóður Stöðvarfjarðar sem hefur frá árinu 2022 stutt við 63 verkefni með samtals tæplega 36 milljónum króna. Öll verkefnin eiga það sameiginlegt að efla og styðja við Stöðvarfjörð á ólíkan hátt.
Að kvöldverði loknum, sem Brauðdagar Deighús buðu upp á, var kynnt fjögur af þeim verkefnum sem hlutu styrk úr Frumkvæðissjóði 2025. Það voru Hinsegin hátíð Stöðvarfjarðar, útgáfutónleikar Björns Hafþórs Guðmundssonar „Við skulum ekki hafa hátt“, Kaffibrennslan Kvörn og Brauðdagar Deighús.
Í lok fundar var gestum skipt í hópa þar sem þeir ræddu meginmarkmiðin fjögur og komu með hugmyndir og ábendingar til framhalds.