mobile navigation trigger mobile search trigger

Mánaðarlegir fræðsluviðburðir fyrir eldra fólk í Fjarðabyggð

24.09.2025

Klukkan 17:00

Öldungaráð Fjarðabyggðar, í samstarfi við félög eldra fólks, stendur fyrir mánaðarlegum fræðslu- og kynningarviðburðum þar sem áhugaverð og gagnleg málefni eru tekin fyrir.

Mánaðarlegir fræðsluviðburðir fyrir eldra fólk í Fjarðabyggð

Fyrsti viðburðurinn var haldinn í maí og var afar vel sóttur. Þar hélt Lögreglan á Austurlandi fræðslu um netsvindl og öryggi á netinu.

Næsti viðburður verður haldinn miðvikudaginn 24. september, þar sem ráðgjafi frá Píeta samtökunum mun kynna starfsemi samtakanna og ræða hvernig þau geta stutt eldra fólk í gegnum erfiðar tilfinningar og lífsáskoranir.

Við hvetjum allt eldra fólk í Fjarðabyggð til að mæta – fræðslan er ókeypis, aðgengileg og mikilvæg.“

Staðsetning; Melbær, Fossgötu 9, Eskifirði

Tími: 17:00

Fleiri myndir:
Mánaðarlegir fræðsluviðburðir fyrir eldra fólk í Fjarðabyggð

Frétta og viðburðayfirlit