mobile navigation trigger mobile search trigger
16.03.2015

Fallist á kröfu Fjarðabyggðar um endurgreiðslu úr ríkissjóði

Hæstiréttur féllst á endurgreiðslukröfu Fjarðabyggðar á ríkissjóð vegna virðisaukaskatts sem lagður var á Hitaveitu Eskifjarðar á árunum 2005-2010.

Fallist á kröfu Fjarðabyggðar um endurgreiðslu úr ríkissjóði
Virkjunarhús hitaveitunnar á Eskifirði.

Hæstiréttur féllst á endurgreiðslukröfu Fjarðabyggðar á ríkissjóð vegna virðisaukaskatts sem lagður var á Hitaveitu Eskifjarðar á árunum 2005-2010. 

Er íslenska ríkinu gert að endurgreiða hitaveitunni 12.341.443 krónur, auk dráttarvaxta og þremur milljónum króna í málsvarnarkostnað.

Málsatvik eru í stuttu máli þau, að fjármálaráðuneytið hafnaði fyrir hönd ríkissjóð að endurgreiða Hitaveitu Eskifjarðar að hluta, álagðan virðisaukaskatt á vatn til hitunar húsa og laugarvatns. Taldi ráðuneytið sig skorta heimildir til þess, þar sem reglugerð frá árinu 1992 tæki ekki til Hitaveitu Eskifjarðar.

Í reglugerðinni var upptalningu á þeim orkufyrirtækjum, sem áttu rétt á endurgreiðslu. Hitaveita Eskifjarðar tók til starfa árið 2005 og taldi ráðuneytið sig skortar lagaheimildir til að bæta hitaveitunni á listann. Umrædd reglugerð féll úr gildi með breytingum á virðisaukaskatti á orkufyrirtæki sem gerðar voru á árinu 2010.

Dómur hæstaréttar var birtist fimmtudaginn 12. mars sl. Fagnaði bæjarráð Fjarðabyggðar niðurstöðunni á fundi sínum í morgun. 

Sjá dóm hæstaréttar

Frétta og viðburðayfirlit