mobile navigation trigger mobile search trigger
12.03.2015

Félag áhugafólks um sjósport og siglingar

Þriðjudaginn 10.mars,  var haldinn stofnfundur félags áhugafólks um sjósport og siglingar í Randulffs-sjóhúsi á Eskifirði. Ákveðið var að félagið skyldi heita Sjósportsklúbbur Austurlands og er markmið hans að efla og styrkja þann mikla áhuga sem þegar er á allskonar íþróttum og afþreyingu tengdum sjó.

 

 

Félag áhugafólks um sjósport og siglingar
Meðfylgjandi mynd er af nýkjörnum formanni klúbbsins, Huldu Stefaníu Kristjánsdóttur, þar sem hún tekur við gjafabréfi frá Sævari Guðjónssyni Ferðaþjónustunni Mjóeyri. Ferðaþjónustan Mjóeyri og Egill Helgi Árnason gáfu félaginu 4 Optimist báta.

Þriðjudaginn 10.mars,  var haldinn stofnfundur félags áhugafólks um sjósport og siglingar í Randulffs-sjóhúsi á Eskifirði. Ákveðið var að félagið skyldi heita Sjósportsklúbbur Austurlands og er markmið hans að efla og styrkja þann mikla áhuga sem þegar er á allskonar íþróttum og afþreyingu tengdum sjó.

Ferðaþjónustan Mjóeyri og Egill Helgi Árnason gáfu félaginu 4 Optimist báta. sem koma sér vel fyrir byrjendur og yngri kynslóðina en fyrirhugað er að halda siglinganámskeið fyrir börn í sumar

Allir þeir sem hafa áhuga á einhverri afþreyingu sem tengist sjó eru velkomnir í klúbbinn, en hægt er að gerast félagi með því að senda síðunni skilaboð með nafni, kennitölu og netfangi. Einnig er hægt er að gerast stofnfélagi með því að senda síðunni skilaboð með nafni, kennitölu og netfangi fyrir fyrsta aðalfund. 

Skráning nýrra félaga fer í gegnum facebook síðu

Frétta og viðburðayfirlit