mobile navigation trigger mobile search trigger
05.03.2015

Frækileg frammistaða

Daði Þór Jóhannsson varð Íslandsmeistari í bæði þrístökki og langstökki 15 ára pilta á meistarmóti Íslands í Frjálsum íþróttum, sem fram fór nýlega í Laugardalshöllinni. Þá vann þessi efnilegi frjálsíþróttamaður einnig til bronsverðlauna í hástökki.

Frækileg frammistaða
Hér má sjá Davíð Þór taka á móti öðrum af tvennum gullverðlaunum í frjálsum íþróttum á meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum í Laugardalshöll.

Daði Þór Jóhannsson varð Íslandsmeistari í bæði þrístökki og langstökki 15 ára pilta á meistarmóti Íslands í Frjálsum íþróttum, sem fram fór nýlega í Laugardalshöllinni. Þá varð Daði Þór í 3. sæti í hástökki í sínum aldursflokki og hlaut þessi efnilegi frjálsíþróttamaður því tvenn gullverðlaun og ein bronsverðlaun.

Árangur Daða Þórs hefur vakið verðskuldaða athygli, en hann var einnig sigursæll á stórmóti ÍR fyrir nokkrum vikum. Daði Þór æfir með Leikni á Fáskrúðsfirði, en sækir æfingar með frjálsíþróttadeild Hattar á Egilsstöðum yfir vetrartímann.

Á meistaramótinu var Daði Þór á meðal sjö keppenda UÍA, en auk hans vann Mikael Máni Freysson einnig til verðlauna. Tók Mikael Máni silfur í hástökki pilta 16-17 ára.

Þá tóku Eva Dögg Jóhannsdóttir og Ásmundur Hálfdán Ásmundsson þátt í alþjóðlegu Backhold-móti í Quimper í Frakklandi um síðustu helgi. Eva sigraði í -70 kg flokki kvenna og Ásmundur í bæði þyngsta flokki og opnum flokki karla. Auk þess var Eva einnig valin besta fangbragðakona mótsins. Þessir efnilegu glímukappar æfa báðir með ungmennafélaginu Vali.

Það hefur því verið skammt er stórra höggva á milli hjá ungum Fjarðabúum og afrekum þeirra á vettvangi íþróttanna.

Nánar á uia.is

Nánar á glima.is

Fleiri myndir:
Frækileg frammistaða

Frétta og viðburðayfirlit