mobile navigation trigger mobile search trigger
28.09.2017

Námskeið fyrir fagfólk sem vinnur með flóttafólki

Þann 5. og 6. október mun Dr. Angelea Panos sérfræðingur í málefnum flóttafólks verða í Fjarðabyggð og mun halda fræðslu fyrir fagfólk sem vinnur með flóttafólki.

Fræðslan getur gagnast öllum sem vinna náið með flóttafólki, t.d. kennurum, félagsráðgjöfum og frístundaleiðbeinendum.

Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar býður þá sem starfa með flóttafólki eða hafa áhuga á málefninu velkomna að koma í safnaðarheimili Reyðarfjarðakirkju, hlusta á fræðsluerindi og nýta sér þekkingu Angeleu.

Dagskrá:

Fimmtudagur 5. október

Kl. 13-16 Hvernig er hægt að styrkja og byggja upp fjölskyldur sem hafa neyðst til að flýja heimaland sitt

Föstudagur 6. október

Kl. 9-12: Mismunandi uppeldisaðferðir og menning

Kl. 13-16 : Hvaða aðferðir innan skólakerfisins hafa virkað vel meðal flóttabarna

Námskeið fyrir fagfólk sem vinnur með flóttafólki

Frétta og viðburðayfirlit