mobile navigation trigger mobile search trigger
20.11.2023

Nýr forseti bæjarstjórnar kosinn

Á síðasta bæjarstjórnarfundi Fjarðabyggðar, fimmtudaginn 16. nóvember var Jón Björn Hákonarson (Framsóknarflokkur) kosinn með níu atkvæðum sem nýr forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. Skipunin tók gildi frá og með 16. nóvember. s.l. Mun hann taka við því embætti af Birgi Jónssyni (Framsóknarflokkur). Hjördís Helg Seljan Þóroddsdóttir (Fjarðarlistinn) mun áfram gegna embætti sem fyrsti varaforseti og Ragnar Sigurðsson (Sjálfstæðisflokkur) verður áfram annar varaforseti.  

Nýr forseti bæjarstjórnar kosinn

Frétta og viðburðayfirlit