mobile navigation trigger mobile search trigger
16.03.2015

Sigrar hjá Þrótturum í blakinu - Bæði lið komin í úrslitakeppnina

Karla og kvennalið Þróttar unnu KA þrisvar um helgina.  Kvennaliðið vann KA á föstudagskvöldið 3-1 og aftur 3-2 á sunnudaginn. Karlaliðið vann sinn leik einnig 3-2. 

Sigrar hjá Þrótturum í blakinu - Bæði lið komin í úrslitakeppnina

Karla og kvennalið Þróttar unnu KA í þrígang um helgina.  Kvennaliðið vann KA á föstudagskvöldið 3-1 og aftur 3-2 á sunnudaginn. Karlaliðið vann sinn leik einnig 3-2. 
Karlarnir enduðu í 3.sæti deildarinnar og mæta Stjörnunni í úrslitakeppninni. Konurnar enduðu í 4.sæti í deildinni og fá það erfiða verkefni að mæta Aftureldingu í úrslitakeppninni, en Afturelding hefur einungis tapað 4 hrinum í allan vetur. 

Úrslitakeppnin karla hefst 8. apríl en 11. apríl hjá konunum. Vinna þarf tvo leiki til að komast í úrslit en síðan þarf að vinna þrjá leiki til að hampa Íslandsmeistaratitlinum. 

Staðan í 1.deild karla

Staðan í 1.deild kvenna

Frétta og viðburðayfirlit