Framkvæmdasvið Fjarðabyggðar auglýsir laust til umsóknar starf skipstjóra hjá Fjarðabyggðarhöfnum, en um er að ræða fullt starf auk bakvakta. Starfið felur í sér verkstjórn og skipstjórn á dráttarbát Fjarðabyggðarhafna og ábyrgð á að dráttarbáturinn sé ávallt tilbúinn til notkunar þegar þörf krefur auk afleysingar í hafnsögu. Skipstjóri sinnir auk þess ýmsum störfum og verkefnum hjá Fjarðabyggðarhöfnum og framkvæmda- og þjónustumiðstöð.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Skipstjórnarréttindi (2. Stig)
- Góð enskukunnátta
- Hafngæslumannsréttindi í hafnarvernd er kostur
- Vigtarréttindi er kostur
- Bílpróf
- Góð íslenskukunnátta
- Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfni
- Hæfni í mannlegum samskiptum
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélag og viðkomandi stéttarfélags
Allir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.
Umsóknarfrestur er til og með 15. október 2023. Skírteini til staðfestingar prófum og réttindum, auk sakavottorðs skal fylgja umsókn.
Nánari upplýsingar veitir Birgitta Rúnarsdóttir, verkefnastjóri Fjarðabyggðarhafna birgitta.runarsdottir@fjardabyggd.is eða í síma 470 9000.
Sótt er um starfið inná ráðningavef Fjarðabyggðar með því að smella hér