mobile navigation trigger mobile search trigger
27.03.2024

Þjónustufulltrúi á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar – sumarafleysing

Fjarðabyggð auglýsir laust til umsóknar afleysingarstarf þjónustufulltrúa á bæjarskrifstofu sveitarfélagsins. Starfstími er frá júní til loka ágúst á þessu ári.

Starfið gegnir þýðingarmiklu hlutverki í að veita íbúum góða og skilvirka þjónustu. Rík áhersla er lögð á gott viðmót og þjónustulund.

Helstu verkefni:

  • Símasvörun fyrir bæjarskrifstofur og þjónustumiðstöð Fjarðabyggðar
  • Tekur á móti viðskiptavinum og gestum í afgreiðslu
  • Móttaka ábendinga, pósts og flokkun erinda og skráning
  • Annast og aðstoðar við ýmsa viðburði s.s. bæjarhátíðir og móttöku gesta í tengslum við þær
  • Aðstoðar við ýmiss kynningarmál m.a. uppfærslu heimasíðu, samfélagsmiðla og ábendingakerfis
  • Móttaka ábendinga, pósts og flokkun erinda og skráning
  • Annast skipulag mötuneytis og skráningar því tengdu
  • Ýmis önnur störf á stjórnsýslu- og þjónustusvið

Menntunar- hæfniskröfur:

  • Framhaldsskólamenntun
  • Reynsla af þjónustu- og almennum skrifstofustörfum er kostur
  • Reynsla og þekking á notkun upplýsingatæknikerfa er mikilvæg
  • Góð tungumálakunnátta og ritfærni er mikilvæg
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund
  • Mjög góð íslensku- og ensku kunnátta
  • Góð pólsku kunnátta kostur

Starfslýsing þjónustufulltrúi

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins við viðkomandi stéttarfélag.

Einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til 17. mars

Upplýsingar veitir Þórður Vilberg Guðmundsson, forstöðumaður Stjórnsýslusviðs í síma 470 9093 eða á netfangið thordur.vilberg@fjardabyggd.is

Sótt er um starfið inná ráðningarvef Fjarðabyggðar

Frétta og viðburðayfirlit