mobile navigation trigger mobile search trigger
01.07.2019

Vel heppnaður Hernámsdagur á Reyðarfirði

Hernámsdagurinn á Reyðarfirði fór fram í gær. Um 300 manns lögðu leið sína á Stríðsárasafnið í tilefni dagsins.

Vel heppnaður Hernámsdagur á Reyðarfirði
Húsfyllir var í bragganum við Stríðasárasafnið á Hernámsdeginum í gær

Hernámsdagurinn hófst kl. 13:00 í gær þegar Stríðsárasafnið opnaði og var gestum boðið að skoða safnið endurgjaldslaust allan daginn.

Klukkan 14:00 hófst síðan formleg dagskrá Hernámsdagsins í einum af bröggunum utan við safnið. Mikill fjöldi lagði leið sína á safnið í tilefni dagsins og fylltu um 300 manns braggann þegar dagskráin hófst.

Í upphafi léku þau Þórunn Clausen, Vignir Snær Vigfússon og Andri Bergmann Þórhallsson nokkur lög fyrir gesti. Að því loknu tók listamaðurinn og prófessorinn Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur) við og flutti afar fróðlegt erindi um tíðaranda stríðsáranna og þau miklu áhrif sem stríðið hafði á dægurmenningu og listir í heiminum.

Þau Þórunn Clausen, Vignir Snær og Andr Bergmann stigu þá aftur á svið og léku fleiri lög í anda stríðsáranna á meðan fólk gæddi sér á hernámstertu og kaffi.

Frétta og viðburðayfirlit